Knattspyrna | 25.02.2011
BÍ/Bolungarvík mætir Fylki í Lengjubikarnum á morgun kl. 15 í Egilshöll í Reykjavík. Leikurinn verður minningarleikur um Brynjar Þór Ingason sem lést 19. desember síðastliðinni, aðeins 21 árs gamall. Brynjar lék knattspyrnu bæði með BÍ og Fylki og er sárt saknað. Brynjar kom til Fylkis frá BÍ vorið 2007 og varð Íslandsmeistari með 2. flokki Fylkis sama ár. Hann var svo hjá Fylki til 2009 er hann gekk til liðs við Ísfirðinga að nýju.