Fréttir

Morten, Mikkel og Gustav til liðs við Vestra

Knattspyrna | 27.02.2023

Vestri hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn, sem eiga það sameiginlegt að vera danir. Þetta eru þeir Morten Hansen, Mikkel Jakobsen og Gustav Kjeldsen. Morten, sem er 29 ára varnarmaður spilaði á síðasta tímabili með Kórdrengjum, Mikkel er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem kemur frá Leikni Reykjavík og Gustav er 23 ára varnarmaður sem spilaði síðast með HB Thorshavn.

Um er að ræða tveggja ára samning á þá alla og eru þeir væntanlegir til landsins strax á sunnudaginn kemur. Stjórn mfl Vestra bindur miklar vonir við þessa dönsku innreið í klúbbinn og hlökkum við til að sjá þá í búningnum bláa.

Áfram Vestri!

Deila