Fréttir

Morten Ohlsen Hansen og Gustav Kjeldsen framlengja.

Knattspyrna | 16.10.2023
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að miðvarðarparið öfluga hefur skrifað undir nýja tveggja ára samninga.

Morten og Gustav komu til okkar fyrir síðasta tímabil og mynduðu fljótlega sterkt miðvarðarpar, sem var stór partur af því að liðið fékk fæst mörk á sig allra liða í Lengjudeildinni 2023.

Stjórnin bindir miklar vonir við strákana og hlakkar til að sjá þá í deild þeirra bestu á næsta ári.

Deila