Fréttir

Mót um helgina, bolti og drulla!

Knattspyrna | 21.07.2010 Þá er þetta komið á hreint: 5., 6., 7. og 8. flokkur eiga að mæta út í Bolungavík kl. 8:30 en skrúðganga hefst við grunnskólann kl. 9:00. Mótið hefst síðan um hálftíma síðar og er lokið milli kl. 15 og 16 um daginn.
Á sunnudag hefjast leikar kl. 11:00 inni í Tungudal. Mun leikskipulag verða þannig að krökkum verður skipað í lið og munu þau síðan leika tvo leiki hvert. Miðað er við að hver flokkur verði kláraður strax þannig að krakkarnir þurfi ekki að bíða lengi í drullunni. Meðan á mótinu stendur verður kakó og skúffukaka í boði fyrir þátttakendur og hina meðan birgðir endast.
Nánara leikskipulag verður sett inn þegar það er tilbúið.
Heildarmótsgjald er kr. 3000 fyrir bæði mótin og eru foreldrar beðnir um að greiða Guðrúnu Karlsdóttur, gjaldkera félagsins, fyrir kl. 12:00 á morgun, laugardag.

Athugið!
Dregnir hafa verið fram gamlir keppisbúningar félagsins til að nota í drullunni. Þeir eru ekki alveg nógu margir fyrir alla og því munum við dekka mismuninn með vestum. Svo þarf auðvitað ekki að minnast á að fólk að hafa til þess brúkleg föt fyrir krakkana til að nota í drullunni. Góða skemmtun! Deila