Fréttir

Nigel Quashie kominn til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 19.01.2013

BÍ/Bolungarvík gerði nú á dögunum samning við hinn reynslumikla leikmann Nigel Quashie.

Nigel sem er 34. ára gamall skrifaði undir 3. ára samning við félagið eftir að hafa losað sig undan samningi við ÍR þar sem hann spilaði á síðasta liði sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Nigel er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað í efstu deildunum á Englandi, og leikið með liðum eins og QPR, Portsmouth,Notthingham Forest, Southampton, West Bromwich Albion, West Ham, Birmingham, Wolves og MK Dons.
Hann á einnig að baki 14 landsleiki fyrir skoska landsliðið og skorað í þeim eitt mark.

Nigel sem spilar sem miðjumaður er mjög góður fengur fyrir liðið og kemur til með að koma með mikla reynslu inn í liðið.

Deila