Fréttir

Ný æfingatafla fyrir alla flokka komin á vefinn

Knattspyrna | 27.08.2010 Jæja, þá hafðist þetta loks. Æfingatafla fyrir lok ágúst og september-mánuð er nú komin undir „æfingatafla" hér til vinstri og þar undir er svo hausttaflan sjálf. Nú er svo allt að breytast, flokkarnir skiptast upp eftir árgöngum um þessa helgi og er skiptingin svona:

8. flokkur    árg. 2005 og 2006
7. flokkur    árg. 2003 og 2004
6. flokkur    árg. 2001 og 2002
5. flokkur    árg. 1999 og 2000
4. flokkur    árg. 1997 og 1998
3. flokkur    árg. 1995 og 1996
2. flokkur    árg. 1992, 1993 og 1994

Æfingar nýju flokkanna samkvæmt hausttöflunni hefjast mánudaginn 30. ágúst nema hjá elstu flokkunum (2., 3. og 4. flokki drengja og 3. flokki stúlkna). Þar á eftir að raða niður þjálfurum sem mun ekki gerast fyrr en tímabili meistaraflokks er lokið og búið er að haga þjálfun flokkanna í vetur eftir hagkvæmasta fyrirkomulagi. Deila