Fréttir

Nýjar æfingatölfur og nýtt tímabil að hefjast

Knattspyrna | 23.08.2022
1 af 3

Þá eru skólarnir byrjaðir og flest allt að komast í sínar föstu skorður. Það sama á við um íþróttaæfingarnar. 

Nú hefur knattspyrnudeildin gefið út æfingatöflur sínar, en þær eru þrjár talsins. Á morgun, miðvikudaginn 24.ágúst hefjast æfingar samkvæmt hausttöflunni okkar. En hausttaflan tekur mið af því að við erum ennþá að æfa úti, en skólarnir eru byrjaðir. Þegar veður og aðstæður bjóða okkur ekki lengur upp á það að vera úti, þá skiptum við yfir í vetrartöfluna en hún tekur mið af því að við séum að æfa inni og skólar í gangi. Um leið og færi gefst þá færum við okkur aftur út og þá förum við eftir vortöflu. Vortaflan okkar miðast við að skólar séu í gangi og við séum að æfa úti, hún er eins uppsett og hausttaflan. Þegar skólarnir eru svo búnir förum við í sumartöfluna. 

Það eru margar töflur sem við þurfum að vera með í gangi, því að við viljum reyna eftir fremsta megni að æfa úti en ekki inni á parketinu. Við upplýsum tímanlega á flokkasíðum félagsins þegar breytingar verða á. 

Við hlökkum til komandi tímabils með okkar stóra hóp af frábærum iðkendum og þeirra fylgifiskum. 

 

Áfram Vestri !

Deila