Fréttir

Penninn á lofti hjá Vestra

Knattspyrna | 30.11.2019
1 af 3

Knattspyrnulið Vestra endurnýjaði samninga við þrjá leikmenn sem léku með liðinu á liðnu sumri. Leikmennirnir sem endurnýjuðu samninga sína og munu taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni eru Brenton Muhammad, Daniel Badu og Friðrik Þórir Hjaltason.

Brenton Muhammad markvörður fæddur árið 1990, kom til félagsins árið 2018 frá Tindastól og hefur spilað 17 deildar- og bikarleiki fyrir félagið. Brenton er landsliðsmarkvörður Antígva og Barbúda.

Daniel Badu varnarmaður fæddur árið 1987, hefur leikið með Magna, Njarðvík, BÍ/Bolungarvík og Vestra. Hann á að baki yfir 200 leiki í öllum keppnum á Íslandi og hefur reynst okkur Vestfirðingum afar traustur síðan hann fluttist vestur, árið 2012. Hann spilaði 21 leik fyrir Vestra í 2.deildinni nú í sumar og var einn af burðarásum liðsins.

Friðrik Þórir Hjaltason varnarmaður fæddur 1998, er uppalinn hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014. Friðrik á að baki yfir 90 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Hann var mjög öflugur fyrir liðið í sumar og var einn af lykilleikmönnum liðsins í sumar.

Það er okkur mikið ánægjuefni að þessir drengir hafi skrifað undir nýja samninga og ákveðið að leika með liðinu í Inkasso-deildinni arið 2020.

Deila