Fréttir

Pétur Georg Markan semur við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.01.2012

Pétur Georg Markan hefur gert tveggja ára samning við BÍ/Bolungarvík og leikur því áfram með liðinu í 1. deild karla næsta sumar. Pétur hafði verið lánaður frá Víkingum til BÍ/Bolungarvíkur í lok júlí og nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum félagsins.

Pétur Georg hafði komið til Víkings frá Fjölni fyrir síðustu leiktíð og hafði leikið 8 leiki áður en hann var lánaður í BÍ/Bolungarvík. Þar spilaði hann sjö leiki í deild og bikar í sumar.

Hann hefur mikla reynslu og hefur leikið 168 leiki í deild og bikar hér á landi og hefur skorað í þeim 70 mörk. 

Hann er þrítugur og hafði hafið knattspyrnuferil sinn með BÍ árið 2002 í 3. deildinni. Þaðan fór hann til Fjölnis árið 2005 og var þar í fjórar leiktíðir. Eftir það lék hann með Val, Fjölni aftur og Víking.

Deila