Fréttir

Pétur Run og Milan Krivokapic komnir með leikheimild

Knattspyrna | 29.04.2010

Pétur Runólfsson er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík á láni frá ÍBV. Samkvæmt KSÍ er Pétur kominn með leikheimild og ætti að vera gjaldgengur í undanúrslitum Lengjubikarsins á Laugardaginn kl. 12:30.

"Þessi 28 ára gamli leikmaður er uppalinn í Bolungarvík og hann lék áður með Bolungarvík og KÍB áður en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir tíu árum síðan. Pétur hefur verið fastamaður hjá Eyjamönnum undanfarin ár en hann hefur leikið bæði á miðjunni og í stöðu hægri bakvarðar. Síðastliðið sumar spilaði hann nítján leiki með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni.
Fotbolti.net

Í þessum töluðu orðum er Sigurvin Guðmundsson, stuðningsmaður nr.1, að sækja miðjumanninn Milan Krivokapic á Keflavíkurflugvöll . Hann ekur honum síðan á flugvöllinn í Reykjavík þar sem Milan á pantað flug vestur með seinni vélinni. Milan er 29 ára gamall serbíumaður en hann var síðast á mála hjá félagi í Armeníu.

Deila