Fréttir

Rafael Méndez framlengir við Vestra!

Knattspyrna | 25.11.2020
Rafa Mendéz, spánverjinn knái, hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Vestra!
 
Rafa, sem kom til okkar á síðasta tímabili, stóð sig gríðarlega vel í hægri bakverðinum. Spilaði hann 20 leiki fyrir okkur á síðasta tímabili og skoraði í þeim eitt glæsilegt mark.
 
Við fögnum þessu og hlökkum til að sjá Rafa í bláu treyjunni á komandi tímabili!

Áfram Vestri!
Deila