Fréttir

Rodrigo Morin í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.09.2014

Bandaríkjamaðurinn Rodrigo Morin er gengin til liðs við BÍ/Bolungarvík. Rodrigo er 28 ára miðju- og sóknarmaður sem lék síðast með Tindastól. Hann kom til Íslands árið 2013 og lék þá heilt tímabil með Tindastól. Á þessu tímabili lék hann hálft tímabil og kom síðan til BÍ/Bolungarvíkur á reynslu eftir að félagaskiptaglugganum lokaði.

Stjórn BÍ/Bolungarvík býður Rodrigo velkominn til félagsins.

Deila