Fréttir

Samstarf við Coerver

Knattspyrna | 17.02.2016

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar Vestra ( BÍ/Bolungarvíkur) og Coerver Coaching hafa gert með sér samkomulag til næstu 3ja ára. Coerver Coaching mun veita félaginu faglega ráðgjöf og fræðslu í þjálfun barna og unglinga. Auk þess sem iðkendur félagsins munu fá góða þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching.

Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum. Coerver Coaching var stofnað árið 1984 og starfar í 42 löndum víðsvegar um allan heim.

Yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson.

Deila