Fréttir

Samúel: "Við höldum áfram af sama krafi."

Knattspyrna | 17.10.2012 Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, svaraði nokkrum spurningum bibol.is. Þar kemur hann meðal annars inn á næstu skref stjórnar, leikmannamál og stúkubyggingu. Samúel hefur gegnt stöðu formanns síðastliðinn þrjú ár.

Ertu sáttur við nýliðið keppnistímabil?


Maður er aldrei fullkomlega sáttur, en í ljósi þess að markmið stjórnar fyrir tímabilið var halda liðinu áfram í 1.deild, þá erum við sátt við niðurstöðuna. Væntingarnar sem við fórum með inn í þetta tímabil voru töluvert minni en árið áður, hópurinn var góður en samt þunnskipaður og við vissum það fyrir mót. Það mátti lítið útaf
bregða til að við gætum lent i vandræðum. Þetta tímabil var töluvert ódýrara fjárhagslega og við fengum fimm stigum færra en í fyrra. Þannig að á heildina litið er ég sáttur við útkomuna.


Hver eru næstu skref hjá stjórn félagsins?
 

Næstu skref hjá stjórn félagsins eru þau að að halda áfam af sama krafti, við erum ennþá í smá vandræðum fjárhagslega en stöndum töluvert betur núna en á sama tíma í fyrra. Við erum að vinna í því núna að halda áfram að safna fjármagni til að halda þessu gangandi. Við eigum góða styrktaraðila sem halda vonadi áfram að styðja
við bakið á félaginu. Við erum bara bjartsýn á næsta ár. Skipulagning er hafin á vetrarstarfinu i Reykjavík og hérna fyrir vestan. Liðið byrjar að æfa um næstu mánaðarmót á báðum stöðum.


Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar?
 

Það eru ekki fyrirhugaðar miklar breytingar hjá okkur. Jörundur verður áfram með liðið ásamt því að Ásgeir og Ívar verða honum til aðstoðar. Eina breytingin, sem möguleg er, er varðandi ferðalög fyrir næsta sumar. Flugfargjöld hafa hækkað verulega og erum við að skoða þau mál þessa stundina. Að sjálfsögðu viljum við nýta flugsamgöngur áfram en við verðum að sníða okkar stakk eftir vexti.


Eru leikmenn sem við munum ekki sjá næsta sumar?


Það verða einhverjar breytingar á hópnum, Þórður Ingason verður ekki áfram hjá félaginu og óskum við honum velfarnaðar i þeim verkefnum sem hann kemur til með að taka sér fyrir hendur. Ennþá er spurningarmerki við þá Alexander Veigar og Hauk Ólafs. Jerson Dos Santos og Mark Tubæk hverfa líka á braut. Lánsmennirnir frá því í fyrra ganga tilbaka í FH. Við getum ekki sagt á þessum timapunkti hvort þeir leika með okkur á næsta ári.


Hvernig standa leikmannamál, eru einhver spennandi bitar?


Leikmannamálin standa þannig að við erum að fá tvo spennandi stráka upp úr 2.flokki, þá Þorgeir og Axel. Vonandi verða þeir duglegir i vetur og klárir fyrir sumarið. Miklar líkur eru á því að De La Cueva, sóknarsinnaður miðjumaður, komi til okkar frá Bandaríkjunum. Hann leikur með Andra Rúnari í háskólaboltanum. Það eru nokkrir spennandi bitar á markaðnum og erum við í viðræðum við fjóra leikmenn. Vonadi skýrast þau mál bara á næstu dögum eða vikum. Einnig vonumst við eftir að Hafþór Agnarsson leiki með okkur næsta sumar, en hann var að láni hjá Ægi frá Þorlákshöfn i sumar.


Er eitthvað sem þið ætlið að gera öðruvísi á næsta tímabili eftir tvö ár í fyrstu deild?


Við viljum alltaf reyna að bæta okkur frá ári til árs, hvort sem það er inn á vellinum, umgjörðin í kringum liðið eða stjórnun félagsins. Við teljum að okkur hafi tekist ágætlega hingað til og ætlum við að byggja ofan á þá vinnu. Við teljum okkur þurfa meiri fótfestu og stöðugleika i kringum liðið. BÍ/Bolungarvík verður vonandi orðið rótgrófið og ört stækkandi félag á komandi árum.


Hvernig gengur að byggja stúkuna?
 

Það gengur mjög vel með fyrsta áfanga og verður hann klár um miðjan nóvember. Þannig að áhorfendur geta látið fara vel um sig i nýrri glæsilegri 600 sæta stúku næsta sumar.


Eitthvað að lokum?

Ég vill bara þakka öllum þeim sem hafa staðið þétt við bak liðsins. Áhorfendum, fyrirtækjum, einstaklingum, sveitarfélögum og bara öllum sem hafa lagt til vinnu eða fjármagn
i fótboltaliðið okkar. Ég er stoltur af því að vera formaður BÍ/Bolungarvík. Vonandi hlakkar öllum jafn mikið til og mér og bíða spenntir eftir næsta sumri.
Enn og aftur vill ég þakka öllum fyrir sitt framlag til félagsins og áfram BÍ/Bolungarvík!!

Deila