Vestri lék sinn fyrsta leik í 2. deild Íslandsmótsins í fótbolta á laugardag. Mótherjinn var Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og leikið á gervigrasinu á Torfnesi. Matthew Nigro kom Vestra yfir á 8. mínútur og þannig hélst staðan alveg fram á 81. mínútu þegar Sergine Modou Fall bætti við öðru marki og í blálokin skoraði hann sitt annað mark og úrslitin urðu 3-0 sigur Vestra. Þess má geta að Vestri lék í nýjum búningum félagsins.
Deila