Fréttir

Síðasti skammtur fyrir Blönduós...

Knattspyrna | 18.06.2009 Jæja, gott fólk!

Nú er að koma að þessu. Niðurröðun í bíla er lokið, allavega vitum við ekki af fleira fólki sem er vegalaust en látið mig endilega vita ef einhvern vantar far. Allir þurfa einhvern vasapening sem er til að brúa bilið á heimleiðinni enda verður þá stoppað til að borða og svo mega krakkarnir auðvitað kaupa sér eitthvað sætt þegar síðasta leik er lokið á sunnudeginum.

Á Blönduósi eru nokkrir krakkar í gistingu í skólanum, eða um 13 talsins og verða Stella Hjaltadóttir og Sigrún Sigurðardóttir þeim til halds og trausts í gistingunni. Síðan munum við vinna saman á daginn við stjórn liða og annað utanumhald sem snýr að krökkunum, það þarf að koma þeim í leiki og mat og passa upp á að þau hlaupi ekki út undan sér, allir séu í réttu fötunum og kannski í fötum yfirhöfuð.

Svo er auðvitað búnaðurinn sem allir þurfa að taka með sér:

Vasapeningur (fyrir heimleiðina fyrst og fremst)
Hollt og gott nesti á leiðinni til Blönduóss
dýna
svefnpoki eða sæng og lak
koddi
legghlífar
bláir fótboltasokkar
svartar stuttbuxur
sundföt (sundlaugin er reyndar lokuð en við gætum baðað liðið í Húnavallalaug 15-20 mín. keyrslu frá Blönduósi)
regnföt
hlý föt
BÍ88-peysur, bláar
BÍ88-peysur, hvítar
Auk alls þess almenns búnaðar sem maður myndi hafa með sér í útilegu/keppnisferð.

Munið að búið er að taka frá pláss á tjaldsvæðinu á Blönduósi fyrir okkur!

Sjáumst hress!

Deila