Vestri mætti KF í 2. deild karla í dag og fóru leikar svo að vestanmenn fóru heim með 2-3 sigur.
DeilaÞað byrjaði ekki gæfulega gegn Vestra í dag. Eftir 26 mínútur var staðan orðin 0-2 og útlitið dökkt en þannig var staðain þegar flautað var til hálfleiks.
KF voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir rúmar tíu mínútur í honum, þar var að verki Isaac Ruben Rodriguez Ojeda. Honum tókst svo að jafna í blálokin en þar með var sagan ekki öll sögð.
Vestra tókst nefnilega að skora sigurmarkið á loka augnablikunum og er KF því sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni. Vestri er í efri hluta deildarinnar, fimm stigum frá 2. sæti.
Frétt frá Fótbolta.net.