Fréttir

Sigur á toppliði Aftureldingar

Knattspyrna | 06.07.2016

Meistaraflokkur karla gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Aftureldingar í 2. deild karla í gær.

Afturelding var og er á toppi deildarinnar, en tvö mörk frá Sergine Modou Fall tryggðu Vestra mjög góðan sigur.

Þetta var annar sigur Vestra í röð og með honum skaust liðið upp fyrir Sindra Hornafirði í fimmta sætið.

Deila