Fréttir

Sigur á Víði í Garðinum

Knattspyrna | 05.07.2010 BÍ/Bolungarvík unnu í gær Víði í Garðinum, 1-2. Okkar menn höfðu tapað síðustu þrem leikjum, einn í bikar og tveir í deild. Víðismenn komust yfir í leiknum en mörk frá Dalibor Nedic og Andra tryggðu okkur sigurinn. Markið hans Andra var einkar glæsilegt, aukaspyrna af 30 metra færi sem hafnaði í slánni og inn í uppbótartíma.Samkvæmt heimildarmönnum þá var BÍ/Bol mun betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilið. Næsti leikur er heimaleikur gegn Reyni Sandgerði næstkomandi laugardag. Umfjöllun um leikinn og viðtöl við leikmenn má finna á fotbolti.net

Frétt um sigurinn

Viðtal við Andra

Viðtal við Alfreð Deila