Fréttir

Sigur á útivelli gegn Leikni

Knattspyrna | 12.06.2011 Leiknir 0-1 BÍ/Bolungarvík
0-1 Tomi Ameobi ('53)

Það var léttur hliðarvindur á Leiknisvelli í dag þegar heimamenn úr Leikni tóku á móti lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar úr BÍ/Bolungarvík. Nokkur rigning var í aðdraganda leiksins og völlurinn því háll sem áll.

Það var morgunljóst að Guðjón lagði leikinn upp að þétta vörnina eftir 0 - 6 skell liðsins gegn Skagamönnum um síðustu helgi. Handritið þekkjum við öll frá stjórnartíð Guðjóns með íslenska landsliðið. Legið til baka, sótt hratt á fáum mönnum og stillt uppí öll föst leikatriði.

Guðjón stillti upp í 5-4-1 með þriggja manna hafsentalínu, varnarsinnaða bakverði og að því er virtist tíglamiðju með Colin Marshall þar fremstan og svo targetmanninn Tomi Ameobi uppá topp. Leiknismenn voru öllu hefðbundnari og voru í standard 4-3-3.

Leiknismenn byrjuðu leikinn betur og strax á fyrstu mínútu átti Fannar Þór Arnarsson skot sem fór framhjá marki gestanna. Gestirnir í BÍ/Bolungarvík lágu aftarlega en á 10.mínútu átti Aron Fuego góðan sprett og komst inní teiginn Þórður Ingason varði vel í markinu.

Fátt markvert gerðist þangað til á 21 mínútu þegar Aron Fuego átti laglegan sprett þar sem hann sólaði eina þrjá varnarmenn, lagði boltann á Ólaf Hrannar Kristjánsson sem var í góðu færi en skot hans fór naumlega framhjá marki gestanna.

Það var ekki mikið um fína drætti í fyrri hálfleiknum og voru opin færi fá. Leiknismenn voru meira með boltann gegn afturliggjandi BÍ/Bolvíkingum en heimamenn fundu fáar glufur gegn þéttum varnarleik gestanna sem virtust ná að loka uppí þær fáu glufur sem frá fyrri hálfleiknum.

Síðari hálfleikurinn var nánst endurtekið efni frá þeim fyrri. Áfram voru það heimamenn í Leikni sem stýrðu ferðinni og strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiksins fékk Kristján Páll laglega sendingu frá vinstri kantinum innfyrir Zoran Stamenic en Kristján var lengi að athafna sig og náði Zoran að komast fyrir skotið.

BÍ/Bolvíkingar vildu svo fá vítaspyrnu þegar Tomi Ameobi spretti úr spori inní vítateig Leiknismanna. Eyjólfur markvörður Leiknis mætti honum og féll Tomi við og voru gestirnir alls ekki sáttir við Gunnar Sverri dómara leiksins sem bað Tomi vinsamlegast að rísa á fætur og halda leik áfram.

Mínútu síðar sóttu Leiknismenn og áttu skot framhjá marki gestanna og uppúr markspyrnunni kom langur bolti fram völlinn sem Gestur Ingi Harðarson átti í basli við. Boltinn féll til Colin Marshall á hægra vítateigshorninu. Colin krossaði boltanum af mikilli nákvæmni fyrir markið þar sem Tomi Ameobi var sekúndubroti á undan aðvífandi Eyjólfi Tómassyni, kom fæti í boltann og lallaði hann löturhægt innfyrir marklínu Leiknismarksins.


Leiknisliðið hélt áfram að sækja og bjargaði Atli Guðjónsson á línu þegar Ólafur Hrannar náði skalla á markið.

Grímur Björn átti svo skalla beint á mark heimamanna en Þórður í marki BÍ/Bolungarvíkur blakaði boltanum yfir á síðustu stundu. Þórður stóð vaktina vel í markinu var þeim vandamálum sem að markinu steðjaði vaxinn í dag.

Á 77.mínútu vildu Leiknismenn svo fá vítaspyrnu þegar Óttar Bjarni Guðmundsson virtist hafa verið tosaður niður í teignum af varnarmönnum gestanna. Skrúfuðu Leiknismenn þá aukaspyrnu innað markinu og var einhver handagangur í öskjunni í teignum með þeim afleiðingum að Óttar féll við hávær köll um að Gunnar Sverrir skyldi benda á punktinn - en Gunnar Sverrir var viss í sinni sök og gaf merki um að leik skyldi haldið áfram.

Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. BÍ/Bolungarvíkurmenn lágu tilbaka sem fyrr og virtust heimamenn ekki eiga nein ráð og oft féllu þeir í þá gryfju að færa boltann hægt sín á milli sem gerði gestunum auðvelt fyrir í varnarleik sínum. Góður útisigur því staðreynd hjá BÍ/Bolungarvík og vandræði Leiknismanna halda áfram sem bíða enn fyrsta sigurs sumarsins.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum þetta handrit Guðjóns Þórðarssonar ganga upp. Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur voru skipulagðir frá fyrstu mínútu, börðust um alla bolta og í síðari hálfleiknum komst Tomi Ameobi betur inní leikinn. Colin Marshall var mjög hreyfanlegur og áttu Leiknismenn í erfiðleikum með hann þegar hann komst á siglinguna.

BÍ/Bolungarvíkurmenn fengu ekki marga sénsa, en skotnýtingin var frábær meðan leikur Leiknismanna var ekki nógu hraður til að setja vörn gestanna í uppnám. Leiknismenn fengu ágætis sénsa til að taka forrystuna en færanýting var einfaldlega ekki góð og virtist lið gestanna einfaldlega þéttast eftir því sem á leið.

Bláköld staðreynd dagsins því fyrir Leiknismenn að þeir sitja sem fastast í fallsæti með fjögur stig úr jafnmörgum jafnteflum meðan tapleikir liðsins eru tveir. BÍ/Bolungarvík fara hinsvegar uppí 9 stig og eru við miðja deild þrjá sigra og þrjú töp.

Byrjunarlið Leiknis
Eyjólfur Tómasson (M)
Brynjar Hlöðversson, Gunnar Einarsson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Gestur Ingi Harðarson
Vigfús Arnar Jósepsson (F), Fannar Þór Arnarsson, Kjartan Andri Baldvinsson (´77 Hilmar Árni Halldórsson)
Kristján Páll Jónsson (´70 Grímur Björn Grímsson), Ólafur Hrannar Kristjánsson, Aron Fuego Daníelsson

Byrjunarlið BÍ/Bolungarvíkur
Þórður Ingason (M)
Sölvi G.Gylfason, Atli Guðjónsson, Sigurgeir Sv. Gíslason (F), Zoran Stamenic, Kevin Brown (´46 Loic Ondo)
Alexander Veigar Þórarinsson, Sigþór Snorrason, Colin Marshall, Nicholas Deverdics
Tomi Ameobi

Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson: Dæmdi þetta ágætlega heilt yfir (7/10)


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109691#ixzz1P4trC73e Deila