Fréttir

Sigur gegn ÍH

Knattspyrna | 23.07.2010 BÍ/Bolungarvík tók á móti ÍH á Torfnesvelli í rjómablíðu sunnudaginn 18. júlí. Heimamenn mættu ekki nógu einbeittir til leiks og leyfðu ÍH mönnum að vera með í leiknum. Við hefðum þurft að mæta af krafti strax frá byrjun því þá hefði þessi leikur orðið mun auðveldari en raun bar vitni. Óttar kemur okkur í 1-0 á 25. mínútu en ÍH ná að jafna á 32. mínútu. 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, mikil barátta og illa gekk að halda bolta innan liðsins. Þeir ná að komast yfir á 60. mínútu þegar um hálftími er eftir af leiknum. Þá skiptum við um gír og hófum að spila eins og menn. Pétur Geir skorar á 72. mínútu og á 79. mínútu fáum við víti og markvörður þeirra rekinn útaf. Andri skorar úr vítinu og setur síðan annað mark á 85. mínútu beint úr aukaspyrnu. 4-2 sigur staðreynd.

Í lið okkar vantaði fyrirliðann, Emil Pálsson, sem mun einnig vera fjarverandi í næsta leik á móti KV á laugardaginn vegna landsleikja með U-18 ára liði Íslands í Svíþjóð. Deila