Fréttir

Sigur í Vesturbænum

Knattspyrna | 25.07.2010 BÍ/Bolungarvík sigraði KV(Knattspyrnufélag Vesturbæjar) í gær, 0-1. Heimamenn í KV vörðust vel í leiknum og reyndi því vel á þolinmæði okkar manna í leiknum. Óttar skoraði markið eftir frábæra stungusendingu frá Milan á 45. mínútu. Samkvæmt umfjöllun um leikinn á fotbolta.net vorum við heppnir að halda hreinu í leiknum.

Með sigrinum erum við með fimm stiga forskot á Hvöt sem er í þriðja sæti deildarinnar. Liðin mætast í toppslag núna á miðvikudaginn á Torfnesvelli. Ef við náum sigri í þeim leik þá erum við komnir í mjög þægilega stöðu. Staða okkar er samt alltaf góð á meðan við þurfum bara að hugsa um okkar sjálfa og ekki þurfa að treysta á að önnur lið tapi. Deila