Fréttir

Skrifuðu undir þriggja ára samning við félagið

Knattspyrna | 15.07.2011 Um síðustu helgi skrifuðu fjórir leikmenn undir þriggja ára samning við félagið. Þetta eru fyrirliðinn Gunnar Már Elíasson, miðjumaðurinn Hafþór Atli Agnarsson og frændurnir Sigurgeir Sveinn Gíslason og Sigþór Snorrason. Eins og menn hafa líklega tekið eftir eru þetta allt leikmenn sem hafa alist upp hjá félaginu.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með undirskriftir leikmannanna því þrátt fyrir að vera heimamenn eru þetta algjörir lykilleikmenn í hóp liðsins. Deila