Fréttir

Smábæjaleikar á Blönduósi 18.-20. júní

Knattspyrna | 11.06.2010 Það er komin beinagrind að dagskrá fyrir mótið og er hún svona:

Föstudagskvöld 18.júní: Móttaka keppnisliða.

Laugardagurinn 19.júní.              Sunnudagurinn 20. júní
Morgunverður                           Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu                  Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur                            Vallarnesti
Leikir skv. leikjatöflu                  Leikir skv. leikjatöflu
Kvöldverður                              Verðlaunaafhending,
Kvöldskemmtun                         Grill og mótsslit.
Fararstjórafundur

Það er yfirleitt byrjað snemma, fyrstu leikir eru kl. 9:00 og þetta stendur alveg til 17 eða 18 á laugardegi og er ekki búið á sunnudegi fyrr en um kl. 16.

Við ætlum að vera á tjaldstæðinu og fáum frátekið pláss fyrir hópinn okkar. Við reynum að halda hópinn og gera þetta eins skemmtilegt og hægt er, munið að þetta er ekki bara fyrir krakkana, heldur eigum við líka að skemmta okkur með þeim.
Börnin eru á okkar ábyrgð utan leikja þannig að við "afhendum" þau þjálfara 20 mín fyrir leik og tökum við þeim strax eftir leik. Þannig er það ekki lagt á einn mann að halda hópnum saman milli leikja. Síðan fer fararstjóri með allt liðið í mat og skilar því tilbaka við vallarsvæði næsta leiks eða á annan stað sem fólk hefur komið sér saman um.

Kostnaður við mótið er kr. 8000 á mann og er allt innifalið í þeirri upphæð. Vinsamlegast millifærið inn á reikning félagsins 1128-26-22022, kt. 410897-2619 sem fyrst og setjið í skýringu Blönduós-og nafn barnsins auk staðfestingartölvupósts á anita@jv.is.

Við hittumst öll á föstudaginn á Blönduósi og skemmtum okkur!
Deila