Fréttir

Sólsteinar nýr aðalstyrktaraðili yngri flokka BÍ88

Knattspyrna | 04.05.2011

Yngri flokkar BÍ88 hafa fengið nýjan styrktaraðila. Skrifað var undir samstarfssamning 14.apríl sl. milli steinsmiðjunar Sólsteina og unglingaráðs BÍ88. Þar með verða Sólsteinar aðalstyrktaraðili yngri flokka félagsins næstu ár. Merki Sólsteina verður hér eftir framan á öllum keppnisbúningum yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Svavar Þór Guðmundsson formaður BÍ88 og Brjánn Guðjónsson framkvæmdastjóri Sólsteina skrifuðu undir og staðfestu samningin á aðalfundi BÍ88 sem fram fór 14.apríl sl. Forsvarsmenn BÍ/Bolungarvík sjá nú fram á að yngri flokkar og meistaraflokkur félagsins, muni klæðast eins keppnisbúningum.

Deila