Fréttir

Sölvi G. Gylfason kveður

Knattspyrna | 10.04.2013

Okkar heimsins besti Sölvi mun búa í Borgarnesi í sumar og stunda þar vinnu. Hann mun því ekki leika með BÍ/Bolungarvik í 1.deildinni í sumar eins og til stóð.

Sölva verður sárt saknað af okkur öllum og vill stjórn BÍ/Bolungarvíkur þakka Sölva kærlega fyrir samstarfið síðustu ár. Sölvi er frábær drengur og góður félagi. Við óskum honum velfarnaðar í því sem hann kemur til með að taka sér fyrir hendur.


Stjórn, þjálfarar og leikmenn Bí/Bolungarvikur.

Deila