Fréttir

Sölvi Gylfason semur við BÍ/bolungarvík

Knattspyrna | 18.02.2011 Miðjumaðurinn Sölvi Gylfason skrifaði fyrr í vikunni undir tveggja ára samning við félagið. Hann lék með Skallagrími í 3.deildinni í fyrra en sumarið þar áður spilaði hann 15 leiki í 1. deildinni með ÍA. Sölvi hefur æft með liðinu frá því að Guðjón Þórðarson tók við stjórnun liðsins síðastliðið haust og tekið þátt í flestum æfingarleikjum liðsins.

Sölvi hefur verið með betri mönnun liðsins í undanförnum leikjum. Hann er klókur leikmaður sem vill gjarnan taka af stað með boltann og er ekki ósvipaður öðrum leikmanni liðsins, sjálfum "Herra Bolungarvík" Gunnari Má Elíassyni.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að fá Sölva til liðs við félagið. Hann hefur sýnt það að hann hefur klárlega getuna til að spila í 1. deild.

Atli, Alexander Veigar, Sölvi og Þórður munu væntanlega allir spila sinn fyrsta mótsleik fyrir félagið gegn Haukum í lengjubikarnum á laugardaginn. Deila