Fréttir

Sparisjóðsmót 2009

Knattspyrna | 23.07.2009 Laugardaginn 25. júlí verður Sparisjóðsmót UMFB haldið í Bolungarvík.
Keppendur mæta við Grunnskólann um kl. 8:30 á laugardaginn og halda í skrúðgöngu kl. 8:45 uppá völl.
Keppnisgjald er 3000 kr. á keppanda. Innifalið í því er leikir, frítt í sund, grill í hádeginu á laugardag og verðlaun og gjöf í mótslok.


Dagskrá mótsins

8:30  Mæting við Grunnskóla Bolungarvíkur, haldið af stað á vallarsvæði kl. 8:45.
9:00  Setning móts.
9:30 Leikir hefjast samkvæmt leikjaplani.
12:00-14:00  Grillveisla á palli við Hrafnaklett, liðsstjórar fara með sín lið þegar þeim hentar samkv. Leikjaplani.
11:00-16:00  verður hoppikastali á vallarsvæði.

Sölutjald verður á svæðinu á meðan á mótinu stendur, þar verða til sölu samlokur, drykkir, kaffi, kakó og ýmislegt annað góðgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til yngri flokka knattspyrnudeildar umfb.
.
Verðlaunaafhending verður á vallarsvæði í mótslok.

Allir með armband fá frítt í sund.
Deila