Fréttir

Stelpudagur BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 28.10.2014

Stelpudagur BÍ/Bolungarvíkur verður nk.laugardag 1.nóvember í íþróttahúsinu Torfnesi og íþróttahúsinu Árbæ, Bolungarvík.

Harpa Þorsteinsdóttir( Stjarnan) og Rakel Hönnudóttir( Breiðablik) leikmenn kvennalandsliðs Íslands koma í heimsókn, spjalla við stelpurnar, taka þátt/aðstoða við æfingu og gefa áritun. Dagskráin er eftirfarandi:

 
Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.10:30-12:00 fyrir stelpur í 4., 3. og m.fl kvenna (fæddar 2002 og eldri)

 

Í íþróttahúsinu Torfnesi kl.12:00–13:30 fyrir stelpur í 8., 7., 6. og 5.fl.kvk (fæddar 2003 og yngri)

 

Í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl.15:00–16:30 fyrir allan aldur.

 

HVETJUM ALLAR STELPUR TIL AÐ MÆTA

Deila