Fréttir

Stelpurnar úr leik í Borgunarbikar kvenna

Knattspyrna | 28.05.2014

Þróttur 3 - 0 BÍ/Bolungarvík 
1-0 Anna Birna Þorvarðardóttir ('14) 
2-0 Sunna Rut Ragnarsdóttir ('24) 
3-0 Eva Bergrún Ólafsdóttir ('90) 

Þróttur R. er komið áfram í Borgunarbikar kvenna eftir öruggan 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á gervigrasinu í Laugardalnum í kvöld. 

Staðan var 2-0 í hálfleik þökk sé mörkum frá Önnu Birnu Þorvarðardóttir og Sunnu Rut Ragnarsdóttir. Eva Bergrún Ólafsdóttir skoraði þriðja markið í lokin. 

Þróttur fer því í 16-liða úrslit bikarsins og mætir þar ÍR á heimavelli.

Frétt frá Fótbolta.net

Deila