Fréttir

Stelputímar

Knattspyrna | 01.12.2008 Boltafélag ísafjarðar, BÍ88, ætlar að bjóða öllum stelpum í 1.-6. bekk á æfingar einu sinni í viku í vetur, þeim að kostnaðarlausu! Stelpur í 5. og 6. bekk mega mæta á æfingar á mánudögum kl. 15:00 í íþróttahúsinu við Torfnes en stelpur í 1., 2., 3. og 4. bekk mega mæta á föstudögum kl. 14:00 í íþróttahúsinu við Austurveg. Ekki er skylda að mæta á aðrar æfingar félagsins og munið-þetta kostar ekki neitt!
Þjálfari er Birna Jónasdóttir og veitir hún allar upplýsingar í síma 869 4209 og birnajo@hotmail.com.
Deila