Síðasta helgi var mjög viðamikil og skemmtuleg fyrir fótboltakrakkana.
Yngstu iðkendurnir í 8.flokki fóru á Arionbankamót Víkings í Reykjavík og sömuleiðis 7.fl drengja. Mótið er frábært mót fyrir yngstu iðkendur Vestra þar sem mótið er keyrt í gegn á nokkuð skömmum tíma og fá krakkarnir fullt af leikjum. Vestri hefur sent iðkendur á þetta mót undanfarin ár og alltaf heppnast stórvel.
Stelpurnar okkkar í 6.fl og 7.fl fóru svo á Pæjumótið á Siglufirði og kepptu þar í frábæru veðri við góðar aðstæður. Þær skemmtu sér alveg frábærlega og stóðu sig mjög vel. Gaman að sjá hveru mikil aukning hefur verið á æfingum hjá þessum aldurshópum í sumar og hveru miklum framförum stelpurnar hafa tekið.
Strákarnir í 6.flokki fóru svo á Sauðárkrók á Króksmótið og spiluðu þar alla helgina í blíðunni sem var um mest allt land. Þetta er stór hópur stráka sem fóru fyrr í sumar til Vestmannaeyja. Þetta er flottur hópur og stóðu þeir sig frábærlega.
Strákarnir í Vestra 1 gerðu sér lítið fyrir og unnu sína deild og skoruðu gullmark í framlengingu í úrslitaleik. Hin liðin stóðu sig einnig vel og enduðu í 4 og 5 sæti eftur úrslitakeppni á sunnudeginum.
Strákarnir stóðu sig ekki bara vel innan vallar heldur líka utan vallar og fengu þeir á verðlaunaafhendingu háttvísisverðlaun KSÍ fyrir frábæra hegðun og framkomu á mótinu.
Flott hjá þeim. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá okkur.
Deila