Fréttir

Stórsigur BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 14.05.2014

BÍ/Bolungarvíkur sigraði Berserki með átta mörkum gegn tveimur í Borgunarbikarnum í gær. Leikið var á Víkingsvellinum í Reykjavík. Aaron Spear skoraði fimm mörk og Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk. Er það önnur þrenna Andra Rúnars á þremur dögum en hann átti stórleik á móti Tindastóli á laugardag. Margir ungir strákar fengu að spreyta sig í leiknum en stefna félagsins er að þeir fái tækifæri í sumar. Næsti deildarleikur BÍ/Bolungarvíkur er útileikur við Breiðhyltingana í Leikni á laugardag.

Tekið af bb.is

Deila