Fréttir

Strákarnir í 5.flokki tóku þátt í Goðamóti Þórs

Knattspyrna | 26.02.2012 Strákarnir í 5.flokki stóðu sig með mikilli prýði á Goðamóti Þórs, sem fram fór helgina 17.-19.febrúar sl. Strákarnir spiluðu 6 leiki þessa helgi og stóðu sig vel. Mikil ánægja var með ferð drengjanna og mikið gert sér til skemmtunar. Þjálfari 5.flokks er Atli Freyr Rúnarsson, og var hann bara þokkalega sáttur með spilamennskuna hjá strákunum.

Hér er hægt að finna úrslit mótsins: 
http://godamot.blog.is/users/73/godamot/files/leikjaplan_4_0.pdf Deila