Fréttir

Tap fyrir Haukum

Knattspyrna | 03.06.2013

Meistaraflokkur kvenna beið lægri hlut fyrir Haukum á sunnudaginn með tveimur mörkum gegn engu. Liðið er sem stendur í 4. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki en önnur lið hafa spilað frá einum upp í þrjá leiki.

„Þetta tapaðist tvö núll en við byrjuðum mjög vel og vorum sterkara liðið síðasta hálftímann og klaufaskapur að setja ekki mark á þær þá. Mitt mat er að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef við hefðum skorað á undan. Liðið missti taktinn eftir að fá á sig þetta mark og var slakara alveg fram að hálfleik.

Leikurinn í heild var nokkuð jafn og við fengum fín færi til að skora mörk. Aðstæður í vetur til æfinga voru erfiðar og ég greini framför í hverjum leik en við erum mánuði á eftir hinum liðinum í undirbúningi en erum komin með sterkt lið. Við erum alltaf að styrkjast og fannst við ekki vera slakara liðið í leiknum. Mér fannst þetta vera nokkuð jafnt, fyrsta markið réði svolítið miklu um hvoru megin sigurinn hefði dottið.“

Jónas Leifur Sigursteinsson, þjálfari liðsins í samtali við BB.is

Liðin öttu kappi fyrr í vor í bikarnum þar sem Haukar fóru með sigur að hólmi 4-0. 

Deila