Fréttir

Tap gegn Val

Knattspyrna | 17.01.2012 BÍ/Bolungarvík mætti Val í æfingarleik á sunnudaginn síðasta. Leikurinn endaði með 2-0 tapi gegn pepsideildarliðinu. Liðið hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Jörundar en hinir tveir fóru fram í desember. Dagskráin er þétt því nú verður leikið á hverjum sunnudegi fram að deildarbikar.

Í leiknum á móti Val voru 20 leikmenn sem fengu að spreyta sig ólíkt leikjunum í desember þar sem við rétt náðum í lið. Liðið sem hóf leikinn var þannig skipað:

Doddi - Helgi Valur, Sigurgeir, Dennis Nielsen, Hafsteinn Rúnar - Gunnar Már, Sölvi, Haukur - Pétur Markan, Andri Rúnar og Alexander.

Á varamannabekknum voru: Bjarki(M), Hjörvar, Nikulás, Matti, Sigþór, Haffi, Hafsteinn Jóh, Atli, Gulli Jónasar og Helgi Óttar

Leikurinn var um margt jákvæður og ágætis spilkaflar hjá okkar mönnum. Vantaði hinsvegar aðeins upp á síðustu sendingu og betri ákvörðunartöku á síðasta þriðjungi vallarins. Næsti leikur er gegn Tindastóli kl. 16 á sunnudaginn. Deila