Fréttir

Tap gegn Víking Ólafsvík

Knattspyrna | 15.02.2011 BÍ/Bolungarvík tók á móti Víkingi frá Ólafsvík síðastliðinn laugardag í Akraneshöllinni. Bæði þessi lið komust upp í 1.deild eftir síðasta tímabil og voru leikir liðanna mikil skemmtun. Okkur vantaði Birki, Sölva, Goran og Nikulás í leikinn ásamt því að 1-2 leikmenn voru ekki heilir.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Haffi, Sigurgeir, Atli, Sigþór - Ásgeir, Gunnar Már, Alexander - Óttar, Matti og Andri
Á varamannabekknum sat Jónmundur

Víkingsmenn byrjuðu leikinn mun betur og voru með lítið breytt lið frá því í fyrra ásamt því að nær allir þeirra erlendu leikmenn voru mættir í leikinn. Okkur gekk illa að halda boltanum innan liðsins og voru Víkingar mest megnis með boltan. Þeir sköpuðu sér þó ekki mikið af færum. Þeir komust yfir í leiknum þegar leikmaður þeirra slapp í gegnum vörn okkar og renndi boltanum til hliðar þar sem sóknarmaður Víkings skoraði í autt markið. 1-0 fyrir Víking í hálfleik.

Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum þó að sóknarleikur okkar hafi verið aðeins skárri. Jónmundur var kominn á kantinn fyrir Matta og átti góðar rispur í leiknum. Víkingur komust þó í 2-0 um miðbik hálfleiksins þegar þeir skoruðu glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Í lokin fengum við réttilega dæmt víti og Andri skoraðir úr því. Í blálokin átti Haffi fyrirgjöf sem datt á slánna og út í teig. Þar var Andri mættur sem skaut að marki, markmaðurinn var kominn af línunni en skot hans hafnaði í varnarmanni sem hafði tekið sér stöðu á marklínunni. 2-1 sigur hjá Víkingi staðreynd. Deila