Fréttir

ÞRJÚ STIG

Knattspyrna | 04.03.2024

Í æfinga og kennsluáætlun Vestra leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðar æfingar og leikæfingar í smáum hópum. Æfingar eru leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og hjálpa þannig leikmanninum að þjálfa með sér leikskilning og getu til ákvarðanna við síbreytilegu ástandi leiksins.

 

Grunnurinn að þessu er grunnfærni einstaklingsins. Fyrir okkur hjá Vestra er grunnfærni einstaklingsins eftirfarandi: 

Fyrsta snerting, móttaka og sending, hlaupa með bolta, 1v1 hreyfngar og klára marktækifæri.

Grunnfærnin er undirstaða þess að hægt sé að þjálfa aðra þætti leiksins. Þess vegna er algjört lykilatriði að æfingar séu uppbyggðar þannig að þær séu leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og leikmaðurinn læri að bregðast við og hafi færni til að nýta sér síbreytilegar aðstæður leiksins. 

 

Við viljum skipta æfingavegferð leikmanna 16 ára og yngri í ÞRJÚ STIG. 

 

Vegferðin á að vera eftirfarandi að okkar mati: 

 

Fyrsta stig: 4-6 ára: Þróa með sér fyrstu „færni stigin“: Læra og æfa í gegnum skemmtilega leiki. 

Annað stig: 7-11 ára: Þróa og æfa „grunnfærnina“: Æfa og bæta einstaklinginn. 

Þriðja stig: 12-16 ára: Þróa og æfa „liðsmanninn“: Þróa og æfa árangursríkan leikmann í liði. 

 

HÉR ER ÆFINGA OG KENNSLUÁÆTLUN VESTRA: 

 

KNATTSTJÓRNUN: Grunnurinn. 

Fyrsta snerting. Hafa stjórn og sjálfstraust með bolta sem hefur áhrif á alla aðra þætti æfinga og kennsluáætlunarinnar. Þjálfar vinnusemi og sjálfstjórn(bera ábyrgð á sjálfum sér). 

 

MÓTTAKA OG SENDING: Liðsfærnin. 

Án góðrar færni í móttöku og sendingu eiga leikmenn ekki mikla möguleika. Þjálfar samskipti. 

 

1v1 HREYFINGAR: Einstaklingsfærni. 

Til að halda leikstöðu og skapa svæði til að skjóta á mark, senda á félaga eða hlaupa með bolta. Þjálfar upp sjálfstraust og sköpunargleði. 

 

HRAÐI: Hugrænn og líkamlegur hraði. 

Með og án bolta. Taka hlaup. Viðbragð. Ákvörðunartaka. Þjálfar keppnisskap. 

 

KLÁRUN: Færni til að klára marktækifæri. 

Einbeiting. Tímasetning. Hugrekki. Þjálfar upp ábyrgð. 

 

SAMSPIL: Allt kemur heim og saman. 

Varnarleikur í smáum hópum. Hraðar sóknir. Samspil. Þjálfar upp liðssamvinnu. 

 

ÁFRAM VESTRI!

 

Deila