Fréttir

Þjálfarakynning Atli

Knattspyrna | 08.12.2015

Þá höldum við áfram að kynna þjálfara okkar.  Þennan þarf vart að kynna enda búinn að vera lengi hjá BÍ/Bolungarvík.  Atli hefur undanfarin ár tekið að sér stelpurnar okkar og sinnir því mikilvægu hlutverki í stelpuátaki okkar. Við mælum með google leitarforriti til að skoða uppáhalds fótboltamanninn hans.  Því fæstir vita hver hann er.

Nafn: Atli Freyr Rúnarsson

Aldur: 36 ára

Fjölskylda: Giftur Elísabetu Samúelsdóttur og eigum við saman þrjár dætur þær Soveigu Amalíu, Guðríði Völu og Freyju Rún

Nám/atvinna/þjálfaranámskeið: Er menntaður íþróttafræðingur og starfa sem kennari í Grunnskóla Ísafjarðar. Er með UEFA B þjálfaragráðu.

Uppruni: Fæddur og uppalinn á Ísafirði.

Uppáhalds knattspyrnulið:  Það er bara hægt að halda með einu liði í enska og það er Tottenham

Uppáhalds fótboltamaður/kona:  Eric Dier (grjót harður) og Sara Björk (grjót hörð)

Besti fótboltamaður/kona frá upphafi: Diego Maradona/ Alex Morgan

Uppáhalds matur: Rjúpa

Hvað verður lagt áherslu á í vetur: Að allir njóti sín á æfingum því það er besta leiðin til að bæta sig.

Lokaorð: Krakkar verið dugleg að mæta á æfingar og nýta æfingarnar í að bæta ykkur. Það er aldrei of seint að byrja.

Deila