Nú er komið að því að kynna Þórir Karlsson. Þórir hefur verið að þjálfa 8.flokk hjá okkur síðustu 2 ár og staðið sig rosalega vel. Í vetur verður hann að þjálfa 6.fl og 3.fl stráka í samstarfi við Daniel Badu. Þórir á ættir að rekja í Hnífsdal og eru það meðmæli sem ekki öllum hlotnast.
Nafn: Þórir Karlsson
Aldur: tvítugur
Fjölskylda: foreldrar mínir eru Kalli ásgeirs, aka Kalli kokkur aka kalli í 3x og Guðlaug Jónsdóttir eða Didda heimilisfræðikennari, ég á einn bróður sem heitir Ásgeir Kristján, en er betur þekktur sem mc geiri
Nám/atvinna/þjálfaranámskeið: Er ekki í námi sem stendur, en ég kláraði stúdentinn við MÍ síðastliðið vor, ég vinn hjá 3x technology með þjálfuninni, er búinn með KSÍ 1, 2 og 3 og vill bæta frekar við mig.
Uppruni: Fæddist í Reykjavík, en fluttist vestur nokkura mánaða og tel mig vera Ísfirðing í húð og hár.
Uppáhalds knattspyrnulið í ensku: LIVERPOOL
Uppáhalds fótboltamaður/kona: erfitt að velja einhvern einn, enn Steven Gerrard hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, Torres og Suarez voru líka alltaf ofarlega á lista sem og ástrallinn Harry Kewell, en í dag er það sennilega Pétur Bjarnason.
Besti fótboltamaður: mjöööög einfalt svar: Lionel Messi, yfirburða maður, ekki einu sinni reyna að mótmæla því. Ef menn ætla að segja eitthvað að annað eru þeir eitthvað að misskilja hlutina.
Uppáhalds matur: Humarinn sem við fjölskylda borðum á jólunum.
Hvað verður lagt áherslu á í vetur: hafa gaman að hlutunum og að strákarnir bæti sig sem mest
Deila