Fréttir

Þórður byrjar vel með landsliðinu

Knattspyrna | 02.08.2017

Þórður Gunnar Hafþórsson er þessa dagana að spila með U17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið er hér á landi.  Þórður kom inn á sem varamaður í fyrsta leik Íslands sem endaði með góðum sigri á Norður Írum 3-0.  Þórður var svo í byrjunarliðinu í gær þegar Ísland gerði jafntefli við Noreg 1-1.  Á morgun er úrslitaleikur í riðlinum við Pólverja um hverjir keppa til úrslita á mótinu.  Þetta er algjört ævintýri fyrir okkar mann sem stendur sig frábærlega.  

Deila