Fréttir

Þrír leikmenn 3.flokks kvenna á landsliðsæfingum 8.-9.desember

Knattspyrna | 03.12.2012 Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir og Aldís Huld Höskuldsdóttir leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvík hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar U-16 um næstu helgi. Æfingarnar fara fram dagana 8.-9.desember og eru í Kórnum og Egilshöll. Einnig hefur Elín Ólöf Sveinsdóttir leikmaður 3.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík verið boðuð til landsliðsæfinga með U-17. Fara þær æfingar fram 8.-9.desember og eru einnig í Kórnum og Egilshöll. Deila