Fréttir

Þrír ungir leikmenn semja við félagið

Knattspyrna | 05.11.2012 Þrír ungir leikmenn BÍ/Bolungarvík hafa samið við félagið. Þetta eru þeir Nikulás Jónsson('94), Þorgeir Jónsson('93) og Axel Sveinsson('93).

Axel er varnarmaður sem hefur verið einn traustasti leikmaður 2. flokks undanfarin tvö ár, Hann spilaði nokkra leiki með meistaraflokki í deildarbikarnum síðastliðið vor. Hann á tvo leiki að baki í 1.deild karla.

Nikulás er miðjumaður og hefur æft með meistaraflokki samhliða 2. flokki, hann er þrátt fyrir ungan aldur kominn með talsverða reynslu í meistaraflokki og hefur leikið átta leiki fyrir félagið í 1. deild.

Þorgeir er sóknarmaður sem hefur verið drjúgur í markaskorun í 2. flokki, hann hefur leikið æfingarleiki fyrir meistaraflokk.

Þessir þrír leikmenn ásamt aðstoðarþjálfaranum, Ásgeiri Guðmundssyni, hafa eins og áður segir skrifað undir samning við félagið. Stjórn félagsins er afar ánægð með að búið sé að tryggja þessa heimamenn hjá félaginu.  Deila