Fréttir

Tveir erfiðir útileikir á helginni

Knattspyrna | 20.05.2014
Fyrstu tveir leikirirnir á tímabilinu hjá meistaraflokki kvenna í 1. deild fóru fram um helgina. Stelpurnar mættu Fjölni á föstudag en Fjölnir hefur verið í baráttu um sæti í efstu deild síðustu 2 ár og verða það væntanlega líka í sumar. Fyrri hálfleikur var markalaus og þótt Fjölnisstelpur væru meira með boltann var lítið um færi. Í seinni hálfleik kom 20 mín slakur kafli hjá okkar liði og Fjölnisstelpur nýttu hann vel og skorðu 3 mörk og urðu það lokatölur leiksins. Okkar stelpur spiluðu ágætan leik í 60 mín en of mörg mistök á stuttum tíma kostuðu sitt.

Á sunnudag var spilað við HK/Víking en þær voru í efstu deild í fyrra sumar. Byrjunin lofaði ekki góðu en HK/Víkingur skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins en rangstöðulykt var af því marki. Síðan tóku við góðar 70 mín hjá okkar liði. Með smá heppni hefði Gabi jafnað eftir horn en markmaður HK/Víkings gerði mjög vel í að verja fastan skalla. Á 70 mín urðum við fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Á 90 mín kom sending inn í okkar teig Dida markmaður kom út á móti og reyndi að ná til boltans á undan sóknarmanni en sóknarmaðurinn náði að pikka boltanum og hljóp síðan beint í útrétta hendi Didu og féll. Brotið leit illa út en var algerlega óvilja verk. Dómarinn dæmdi réttilega víti og rak Didu af velli sem þótti strangur dómur. HK/Víkingur skoraði úr vítinu og bætti svo við marki í uppbótartíma og vann 4-0 sem var allt of stórt miðað við gang leiksins.

Tveir erfiðir útileikir að baki og liðið leit ágætlega út þó ekki fáist stig fyrir það. Næsti leikur er heimaleikur gegn Haukum 24. maí kl. 16:30.
 
Deila