Fréttir

Tveir frá BÍ/Bolungarvík í U-16

Knattspyrna | 20.10.2011 Tveir leikmenn BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir af KSÍ til að taka þátt í úrtaksæfingum U-16 ára landsliðs Íslands. Þetta eru þeir Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson og fara æfingarnar fram um næstu helgi 22.-23.október. Pétur og Elmar spiluðu með 4.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar, sem komst í úrslitakeppni 4.flokks á Íslandsmótinu. Deila