Fréttir

Tveir leikmenn mfl. kvenna í landsliðshópum

Knattspyrna | 24.10.2012

Tveir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík, þær Elín Lóa Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir hafa verið valdnar í æfingahópa U-16 & U-17 ára landsliða kvenna. 

Æfingarnar fara fram næstkomandi helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöllinni í Grafarvogi. Landsliðsþjálfari þessara hópa er Úlfar Hinriksson.

BÍ/Bolungarvík óskar stelpunum góðs gengis á æfingunum sem eru framundan. 

Deila