Fréttir

Týnist úr hópnum

Knattspyrna | 14.04.2021

Þau ömurlegu tíðindi bárust okkur á dögunum að Friðrik Þórir hefði slitið hásin.

Eru þetta gríðarlega mikil vonbrigði fyrir Friðrik, sem hefur mikið lagt á sig í vetur til að vera í sínum besta formi þetta sumarið, en mikill stígandi hefur verið í leik Friðriks síðustu tvö tímabil þar sem hann hefur bætt sig nánast í hverjum leik.

Við heyrðum aðeins í Friðriki og sagði hann að þetta væri að sjálfsögðu ótrúlega svekkjandi, en væri bara næsta verkefni sem þyrfti að tækla. Hann muni koma sterkari til baka 2022.

Við að sjálfsögðu óskum Friðriki skjóts bata og hlökkum til að sjá hann aftur á vellinum sem fyrst.


Ef brotthvarf Friðriks var ekki nóg fyrir okkar menn, þá bárust einnig aðrar ömurlegar fréttir á dögunum, en Rafa Mendéz, sem spilaði frábærlega í hægri bakverðinum síðasta sumar, mun ekki spila með Vestra í sumar. Alvarleg veikindi tóku sér upp innan fjölskyldu Rafa og að sjálfsögðu varð knattspyrnudeild við þeirri bón Rafa að vera áfram í heimahögum.

Við óskum Rafa og fjölskyldu alls hins besta og þökkum honum fyrir frábæra þjónustu.  

Deila