Fréttir

Unnið að stofnun á meistaraflokki kvenna hjá BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 17.10.2011

Nú er í bígerð að stofna meistaraflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík.  Nokkur ár eru síðan slíkur flokkur hefur verið starfandi hér á Ísafirði en áður var nokkuð öflugur kvennaflokkur starfandi í bænum og spilaði til dæmis í efstu deild í nokkur ár.  Bæði hjá BÍ88 og UMFB eru margar yngri stelpur að æfa fótbolta og myndi meistarflokkur efla þeirra starf sem og drengjaflokkanna verulega.  Krakkarnir fengju fyrirmyndir og hefðu að einhverju að stefna í sinni fótboltaiðkun.  Það er svo komið, að um 12 stelpur eru að færast upp úr 3. flokki nú í ár.  Þetta eru kröftugar stelpur sem eru tilbúnar í þessa áskorun og við teljum að með góðum stuðningi eigi þær fullt erindi í 1. deild kvenna.

 

Miðvikudaginn 19. október kl. 20 verður haldinn stuttur kynningarfundur í sal Menntaskólans þar sem málin verða rædd og kynnt.  Ekki verður skipað í neinar nefndir eða stjórnir á þessum fundi en vonandi kemur fram sá stuðningur, áhugi og meðbyr sem þarf til að stofna Meistarflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík. 

Hér með er þér boðið á þennan fund.  Ef þú ekki kemst en hefur áhuga á að fylgjast með gangi mála eða vera bakhjarl og stuðningsmaður liðsins, endilega hafðu samband við einhvern undirritaðan.

 

Fyrir hönd áhugahóps um meistarflokk kvenna

 

Hálfdán Óskarsson halli62@simnet.is

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir f12@simnet.is

Stella Hjaltadóttir  stella@misa.is

 

Deila