Fréttir

Upplýsingar fyrir Blönduós 19.-21. júní

Knattspyrna | 16.06.2009 Nú er þetta allt að smella saman. Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 19.júní.2009
20:00 - 22:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

Laugardagur 20. Júní.2009

07:00 - 09:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

07:00 - 09:30 Morgunverður

08:20 Setning mótsins á íþróttavelli

Frá kl 08:30 Leikir skv. leikjatöflu

11:30 - 14:00 Hádegismatur (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Leikir skv. leikjatöflu

17:30 - 20:00 Kvöldverður (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Kvöldskemmtun (nákv.tímasetning verður í þjálfaramöppu)

22:00 Fararstjórafundur í Félagsheimilinu (Kaffi, te og vöfflur)

Sunnudagur 21. júní

07:00 - 09:30 Morgunverður

Leikir skv. leikjatöflu

12:30 - 13:30 Vallarnesti (sækir hver fyrir sitt lið.)

Leikir skv. leikjatöflu

Verðlaunaafhending, grillveisla og mótsslit.

 

Matur er framreiddur í Félagsheimilinu sem er staðsett við hliðina á aðalvellinum en gengið er inn framan.


Vallarnesti á sunnudag
Þjálfarar/liðstjórar eru beðnir um að sækja vallarnestið fyrir sitt félag (bakhlið félagsheimilisins).

Verðlaunaafhending - Grill - Mótslok
Eftir að síðasta leik líkur viljum við biðja öll liðin um að koma sér fyrir í áhorfendabrekkunni við aðalvöllinn.

 

Tjaldsvæði bæjarins er við hringveginn og sést greinilega frá brúnni yfir Blöndu. Þar er búið að taka frá pláss fyrir okkar fólk svo að allir geti verið saman og borið saman bækur sínar í lok keppnisdags, grillað og sýnt sig og séð aðra. Svæðið verður merkt BÍ88. Athugið að gjaldið á tjaldsvæðið er ekki innifalið í þátttökugjaldi barnsins og er kr. 1600 fyrir tjaldvagna o.þ.h., 1200 fyrir tvo og fleiri í tjaldi og 700 fyrir einn í tjaldi.

 

Kort af Blönduósi og því sem við á fyrir mótið

 

Við gerum ráð fyrir 15 í gistingu í skólanum, það gætu orðið færri en þetta er nokkuð nærri lagi. Athugið að einungis er gert ráð fyrir 1 fullorðnum með krökkunum í gistingu þar sem pláss er af skornum skammti. Við munum því ekki geta komið öðrum fyrir í gistingunni.

 

Sundlaug Blönduóss er lokuð í sumar enda er verið að byggja hana. Næsta laug er á Húnavöllum rétt sunnan Blönduóss.

 

Ég vil síðan benda fólki á foreldrabæklinginn okkar sem er undir „Gögn fyrir foreldra“ hér til vinstri. Við ætlum að vera okkur og börnunum okkar til sóma og þá sérstaklega hvað varðar dómgæslu og viðhorf til dómara.

 

Mótsgjaldið kr. 7000.- skal millifæra á reikning 1128-26-22022, kt. 410897-2619. Setja skal nafn barnsins í skýringu og senda kvittun á anita@jv.is.

 

Frekari upplýsingar verða settar inn ef þörf krefur.

Deila