Fréttir

Uppskeruhátíð 2008

Knattspyrna | 27.10.2008 Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar var haldin laugardaginn 11. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Var mæting afskaplega góð eða vel á þriðja hundrað manns sem fylgdust með verðlaunaafhendingu fyrir liðið keppnistímabil auk þess sem gestir gæddu sér á ljúffengu kaffibrauði sem foreldrar í fótboltahreyfingunni buðu hverjir öðrum. Myndir frá tímabilinu voru sýndar á stóru tjaldi hússins og vöktu hrifningu og kátínu viðstaddra enda er einbeitingin ekki alltaf fögur. Formaðurinn hélt stutta tölu um liðið fótboltaár við mikla hrifningu enda var hljóðkerfið eitthvað klikkað svo að hann hljómaði eins og niðursoðin teiknimyndafígúra. Var stjórnendum félagsins efst í huga þakklæti til krakkanna og foreldra þeirra fyrir það frábæra starf sem þau hafa unnið, krakkarnir við æfingar og keppni og foreldrarnir við undirbúning og aðstoð við rekstur félagsins og framkvæmd á öllum þeim verkum sem þarf að vinna hjá stóru félagi.
Og starfið þetta árið var viðamikið. 2., 4., 5. og 6. flokkur drengja og 2., 3. og 4. flokkur stúlkna tóku þátt í Íslandsmótum KSÍ og voru þar allir flokkar nema 6. flokkur drengja að spila í deildakeppni, þ.e. spilaðir eru heima- og útileikir með tilheyrandi ferðalögum og tilkostnaði. 4., 5., 6. og 7. flokkur stúlkna tóku síðan þátt í Pæjumóti á Siglufirði á meðan strákarnir kepptu á Króksmóti á Sauðárkróki og Sparisjóðsmótinu í Borgarnesi þar sem stelpurnar voru margar hverjar með í för og gáfu strákunum ekkert eftir. Það er því erfitt verk hjá þjálfurunum að velja þá sem skara framúr á hverju tímabili en þá eru veitt verðlaun fyrir prúðmennsku, ástundun og framfarir í hverjum flokki fyrir sig.

Verðlaunahafar voru þessir:

 

3. flokkur karla:

Prúðmennska: Þorgeir Jónsson

Ástundun: Emil Pálsson

Framfarir: Axel Sveinsson


3. flokkur kvenna:

Ástundun: Klara Dís Gunnarsdóttir

Framfarir: Margrét Regína Grétarsdóttir

Prúðmennska: Ásdís Rún Ólafsdóttir


4. flokkur karla:

Prúðmennska: Bjarni Maron Magnússon

Ástundun: Hinrik Elís Jónsson

Framfarir: Andrés Hjörvar Sigurðsson


4. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Hildur Hálfdánardóttir

Ástundun: Margrét Helga Haraldsdóttir Ísaksen

Framfarir: Lára Margrét Gísladóttir


5. flokkur karla:

Prúðmennska: Daníel Agnar Ásgeirsson

Ástundun: Gísli Rafnsson

Framfarir: Þorbergur Haraldsson


5. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Lovísa Ósk Halldórsdóttir

Ástundun: Sara Rut Snorradóttir

Framfarir: Rósa Överby


6. flokkur karla

Prúðmennska: Jens Ingvar Gíslason Hjalti Hermann Gíslason

Ástundun: Sigurður Hannesson Dagur Benediktsson

Framfarir: Gísli Jörgen Gíslason Friðrik Þórir Hjaltason


6. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Natalía Kaja Fjölnisdóttir

Ástundun: Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir

Framfarir: Aldís Huld Höskuldsdóttir


7. flokkur karla:

Prúðmennska: Magnús Þórir Þorsteinsson

Ástundun: Ívar Tumi Tumason

Framfarir: Birkir Eydal


7. flokkur kvenna:

Prúðmennska: María Björg Fjölnisdóttir

Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir

Framfarir: Jóhanna Ósk Gísladóttir


8. flokkur drengja:

Prúðmennska: Davíð Hjaltason

Ástundun: Ásgeir Óli Kristjánsson

Framfarir: Guðmundur Arnar Svavarsson


8. flokkur stúlkna:

Prúðmennska: Linda Rós Hannesdóttir

Ástundun: Þórunn Birna Bjarnadóttir

Framfarir: Hafdís Bára Höskuldsdóttir


Óskum við þessum iðkendum kærlega til hamingju með árangurinn en viljum líka beina því til þeirra sem ekki fengu verðlaun í þetta skiptið, að það er engin skömm að fá ekki slík verðlaun en gleymum ekki að fótboltinn er hópíþrótt og hver einstaklingur er mikilvægur og verðmætur. Þess vegna er ekkert annað að gera en halda áfram að æfa vel, bæta sig á öllum sviðum, hlýða þjálfaranum, styðja við félaga sína og þá eiga allir möguleika á verðlaunum á næsta ári.

Boltafélagið vill að lokum þakka Straumi kærlega fyrir styrkinn á þessari hátíð en fyrirtækið gaf verðlaunin sem veitt voru.

 

Deila